Villt Bólivíu, 77% lífrænt, villt kakó, 450g

Afsláttarverð Verð kr4,590 Venjulegt verð kr7,490 Einingaverð  per 

Shipping calculated at checkout.

ICELANDIC

Villt 77% kakó úr Amazon regnskógum Bólivíu

77% kakóið okkar er á sérstöku tilboði:
1 pakki = 4.590kr
2 pakkar = 4.095kr stykkið 

*FRÍTT að senda pantanir fyrir
19,500kr eða meira!*
Halda áfram að versla...

  • Hrá kakóblokk úr óristuðum kakóbaunum, hrásykri & kakósmjöri.

  • Viðar- & jarðkennt bragð, milt kakó 

  • Villt kakó úr regnskógi Bólivíu 

  • Tilvalið til að drekka sem kakó eða til að búa til þitt eigið heimagert súkkulaði

  • Fairtrade

Þetta 77% kakó er blanda af hreinu kakói, lífrænum hrásykri & kakósmjöri og gleður sannarlega súkkulaðiunnendur. Kakóið er frábært í kakóbollann sem og heimagert súkkulaði eða bakstur. Þetta villta kakó einkennist af tiltölulega sterkum blóma- & jarðbundnum tónum.

VILLT KAKÓ
Villta kakóið frá Bólivíu er einstakt en það vex án aðkomu mannfólksins í sínu villta upprunalega umhverfi í Amazon regnskóginum. Þegar það er tilbúið uppskera heimamenn það á hefðbundinn hátt, en það er síðan sólþurrkað og gerjað í skóginum. Regnskógurinn er verndaður gegn skógarhöggi og landnámi vegna villta kakósins þar sem sérstaða þess og mikil gæði tryggja stöðuga og góða innkomu fyrir heimamenn. Þar af leiðandi er náttúran vernduð en einnig vitundin um mikilvægi regnskógarins í sínu upprunalega formi. Öll vinnsla á kakóinu fer fram í Bólivíu.

 Halda áfram að versla...

Lifreint Kakó

íslenska is