Villt Bólivíu, 77% lífrænt, villt kakó, 450g

Afsláttarverð Verð kr5,490 Venjulegt verð kr7,490 Einingaverð  per 

Shipping calculated at checkout.

* FRÍTT að senda pantanir fyrir 19.500kr eða meira!* 

1x 77% kakóblokk fyrir 5.490kr
2x 77% kakóblokk fyrir 4.995kr stykkið

•Hrá kakóblokk úr óristuðum kakóbaunum, hrásykri & kakósmjöri.
• Viðar- & jarðkennt bragð, milt kakó 
• Upprunalegt kakóafbrigði, ,,Cacao Beniano"
• Villt kakó úr regnskógi Bólivíu
• Tilvalið til að drekka sem kakó eða til að búa til þitt eigið heimagert súkkulaði
• Fairtrade 

BO-BIO-140, landbúnaður utan ESB

 

Lífrænt 77% villt kakó frá regnskógi Bólivíu

Þetta 77% kakó er blanda af hreinu kakói, lífrænum hrásykri & kakósmjöri og gleður sannarlega súkkulaðiunnendur. Kakóið er frábært í kakóbollann sem og heimagert súkkulaði eða bakstur. Þetta villta kakó einkennist af tiltölulega sterkum blóma- & jarðbundnum tónum.

Uppruni

Það er einstakt kakóafbrigði sem vex á Beni svæðinu í Bólivíu, ,,Cacao Beniano". Þessu kakóafbrigði er leyft að vaxa villt og er safnað af heimamönnum á hefðbundinn hátt í ósnortnum og náttúrulegum regnskógi þar sem kakóið er einnig gerjað. Villt söfnun verndar gegn eyðingu regnskógarins og landtöku þar sem þetta hágæða kakó tryggir stöðugt vaxandi tekjur fyrir íbúa á staðnum. Þannig er ekki aðeins hægt að vernda náttúruna heldur einnig efla vitund um mikilvægi regnskógarins í sinni upprunalegu mynd.
Eins og við, hafa samstarfsaðilar okkar það að markmiði að halda eins miklum virðisauka og hægt er í því landi þar sem kakóið er upprunnið til að stuðla að sjálfbærri velmegun þar.

 

Lifreint Kakó

íslenska is