Hvað er Kakósmjör?

kakósmjör eftirréttir kakósmjör til sölu heimgert súkkulaði

   Hrátt kakósmjör er búið til úr kakóbaunum og  er í rauninni ekki smjör eins og nafnið gefur til kynna og við þekkjum það heldur frekar, tæknilega séð, olía. Með því að pressa hráan kakómassa er fitan (smjörið) aðskilið frá hörðu hlutunum (duftinu). Það inniheldur enga mjólk eða mjólkurvörur né sykur. Ólíkt hefðbundnu kakósmjöri er hrátt kakósmjör kaldpressað.

Kakósmjör inniheldur steinefni eins og járn, króm, mangan og sink en einnig finnst í því fenýletýlamín, tryptófan og serótónín sem geta stuðlað að gleði og vellíðan.
Kakósmjör líkist gylltri olíu þegar það er brætt við lágt hitastig og þegar það harðnar og verður að massa er það kremað á litinn. Kakósmjörið er t.d. ástæðan fyrir mýktinni þegar við bítum í súkkulaðistykki og það bráðnar uppi í okkur.
 
Það er lítið súkkulaðibragð af kakósmjöri en meiri súkkulaðiilmur. Það hentar vel sem bragð í bakgrunni á uppskriftum. Kakósmjörs-massi er of harður til að nota og því þarf að bræða kakósmjörið áður en því er bætt við uppskriftir. Kakósmjörið bráðnar auðveldlega yfir lágum hita, fjarlægið það strax af hitanum þegar það er bráðið svo það brenni ekki. 
Kakósmjör harðnar á ný við stofuhita eftir að hafa verið brætt, einnig má setja það í kæli til að hraða ferlinu. Vegna þessa er mikilvægt að blanda kakósmjörinu vel saman við önnur innihaldsefni í uppskriftum svo það myndist ekki harðir bitar eða lög af harðri fitu í því sem verið er að búa til. Gætið þess einnig að önnur innihaldsefni séu við stofuhita eða heit þegar kakósmjörinu er bætt við. 
Kakósmjör má nota í ýmis konar eftirrétti hvort sem þeir innihalda súkkulaði eða ekki. Til dæmis má nota bráðið kakósmjör í brúnkur, smákökur, heimagert súkkulaði, trufflur, sætar sósur, heita drykki og kökukrem. Kakósmjör er einnig notað í allskyns snyrti- og húðvörur t.d.  líkamskrem, varasalva og raksturskrem.
Hér fyrir neðan eru nokkrar einfaldar og skemmtilegar uppskriftir af eftirréttum og líkamskremum þar sem kakósmjör er notað. 
 
Hrá hvít súkkulaðimús
Fyrir 2
70g Kasjúhnetur (láta liggja í bleyti í 2 klst.)
100ml kókosrjómi
2-3msk hlynsírop
30g Kókossmjör 
30g Kakósmjör frá KakóGull
1tsk Vanilla
Aðferð:
Bræðið saman kakó- og kókossmjörið.
Setjið öll innihaldsefnin í kraftmikinn blandara og blandið þar til silkimjúkt og kekkjalaust. 
Setjið blönduna í skál/ar og kælið í 30 mínútur og leyfið að þykkna. 
Toppið t.d. með súkkulaðispænum, ávöxtum og hnetum.
------------------------------------------------
Hvít vegan súkkulaðimús
Fyrir 4-6
1 dós kókosrjómi (400ml)
3/4 bolli (105g) döðlur
1/2 bolli (70g) kasjúhnetur (láta liggja í bleyti í 2klst.)
50g kakósmjör frá KakóGull (bráðið)
1-2tsk vanillupaste eða vanilludropar

Aðferð:
Mýkið döðlurnar í heitu vatni. 
Blandið öllum hráefnum saman í kraftmiklum blandara þar til blandan verður silkimjúk og kekkjalaus. 
Setjið í ílát að eigin vali og kælið eða frystið í nokkrar klst. 

------------------------------------------------
Ketó hvítt súkkulaði með pekanhnetum
Fyrir 4
2msk kókosolía
2msk smjör
57g kakósmjör frá KakóGull
2msk erythritol
1/4tsk vanilla
1-2 dropar stevia (valkvætt)
1 klípa salt
1/2 bolli saxaðar pekanhnetur (eða aðrar hnetur að eigin vali)

Aðferð:
Bræðið kókosolíu, kakósmjör og smjör saman og takið síðan af hitanum. 
Hrærið erythritol saman við blönduna þar til allt hefur blandast vel saman. 
Bætið við saltinu, vanillu og steviu ef þið notið hana. 
Setjið blönduna í form, t.d. silikon múffu- eða konfektform og bætið söxuðum pekanhnetum við. 
Setjið í frysti í u.þ.b. 30 mínútur. 
Njótið!
----------------------------------------------
Body butter - líkamskrem
1/2 bolli Kakósmjör frá KakóGull
1/2 bolli Shea smjör
1/2 bolli Kókosolía
Val: 10-20 dropar af ilmkjarnaolíu að eigin vali (t.d. lavender/ appelsína/ sítróna)
Aðferð:
Setjið öll innihaldsefni fyrir utan ilmkjarnaolíurnar í skál og bræðið á miðlungshita yfir vatnsbaði. Hrærið stöðugt þar til allt hefur bráðnað og blandast vel. 
Takið af hitanum og bætið ilmkjarnaolíum við ef þið ætlið að nota þær. 
Setjið blönduna inn í ísskáp og leyfið að kólna í 1klst. eða þar til brúnirnar hafa harðnað aðeins. 
Þeytið með rafmagnsþeytara í 5 mínútur eða þar til blandan er þeytt eða ,,fluffy". 
Setjið aftur í ísskáp í 15 mínútur til að leyfa blönduni að setjast/storkna
Setjið blönduna í hreina krukku og lokið vel. 
Geymið á köldum, dimmum stað, ekki í beinu sólarljósi. 
Geymist í ca. 3 mánuði
Njótið sjálf eða gefið sem gjöf!
--------------------------------------------------
Body Butter - líkamskrem
Gerir 2 bolla
1/2 bolli shea smjör
1/2 bolli kakósmjör frá KakóGull
1/2 bolli kókosolía
1/2 bolli möndluolía
Innihaldið úr einni vanillubaun 
40 dropar sítrónuilmkjarnaolía
Aðferð: 
Bræðið shea smjörið, kakósmjörið, kókosolíuna og möndluolíuna yfir vatnsbaði. 
Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. 
Takið af hitanum og leyfið að kólna, eða setjið í ísskápinn í u.þ.b. 30 mínútur og leyfið að þykkna þar en ekki harðna að fullu. 
Skafið fræin innan úr vanillubauninni og bætið þeim við blönduna ásamt sítrónu ilmkjarnaolíunni. 
Hrærið vel og setjið í skál inn í ísskáp í 1 ½ klst. og leyfið að þykkna en ekki harðna að fullu. 
Notið handþeytara til að þeyta blönduna. 
Setjið bönduna í glerílát sem lokast vel. 
.

fáðu kakósmjörið þitt hér

English en