Ruk’u’x’Ulew 100% hreint, lífrænt kakó Guatemala - 454g

Afsláttarverð Verð kr7,490 Venjulegt verð Einingaverð  per 

Shipping calculated at checkout.

*FRÍTT að senda pantanir fyrir 19.500kr eða meira!*
Halda áfram að versla...

  • 100% hreint og lífrænt kakó frá Gvatemala

  • Tillögur að notkun: Seremóníukakó eða aðrir ljúfir drykkir, út á grautinn, í smoothie, heimagert súkkulaði, bakstur eða eldamennskuna

Við bjóðum ykkur upp á töfra Ruk'u'x'Ulew (Roo-Koosh-Ouh-Leh-Ou), 100% hreint og handunnið kakó frá Gvatemala af Maya konum í bænum San Marcos La Laguna.  

SAGAN 
Árið 2016 stofnaði kona af Maya uppruna, Cecilia Mendoza, Ruk'u'x'Ulew. Hún rak veitingastað í bænum sínum San Marcos La Laguna sem er staðsettur við Atitlan vatn og fékk til sín mikið af konum sem óskuðu eftir vinnu. Henni fannst leitt að geta ekki boðið fleiri konum upp á vinnu og bað til Guðs og anda eldsins um leiðsögn, hvað hún gæti gert til að hjálpa þeim. 

Cecilia bjó alltaf til kakó um jól og páska fyrir fjölskylduna sem hún hlaut mikið lof fyrir og vegferð Ceciliu, með anda kakósins sjálfs að leiðarljósi, leiddi hana til að uppgötva umbreytingarkraft þessarar töfrandi plöntu. Það gaf henni hugrekki til þess að spyrja kaffihús í bænum hvort þau vildu selja kakóblokkirnar hennar. Það varð úr og gekk svo vel að það sem byrjaði sem löngun til að styrkja konur á staðnum þróaðist fljótlega í blómlegan hóp kvenna sem hún réð til sín til að anna eftirspurninni. Til varð Ruk'u'x'Ulew sem þýðir Hjarta jarðar á móðurmáli Cecilia, Kaqchikel. 

Eins og Cecilia útskýrir, "Kakóið er kennari fyrir mig, kærleiksríkt verkefni sem við nálgumst af þolinmæði og með ásetningi. Það virðist færa eldri konunum sem vinna með það ró og hugleiðsluástand á meðan yngri konurnar fyllast sköpunarkrafti og orku. Með starfi sínu fyllir hver kona kakóið með eigin orku, ást og nærveru."

Kakóbaunirnar koma frá Alta Verapaz og eru svo fluttar til San Marcos. Ferlið byrjar með gerjun og sólþurrkun. Með umhyggju eru baunirnar svo léttristaðar þar sem ríkulegt bragðið er fangað. Þar á eftir eru baunirnar afhýddar í höndunum. Að lokum, í litlum skömmtum, eru kakóbaunirnar malaðar, pakkað og svo notið út um allan heim.  

Þegar Cecilia verður vitni að hnattrænum áhrifum kakós, fyllist hjarta hennar gleði. Hún finnur fyrir djúpstæðri tengingu milli fólks frá mismunandi heimshornum, allt dregið saman af anda þessarar helgu plöntu. Kakóljósið geislar einstaka orku sinni, kveikir hugrekki og ýtir undir djúp tengsl.

INNIHALD: 100% hreint kakó

  Halda áfram að versla...

íslenska is