Sendingarskilmálar

Pantanir innanlands (Ísland)
Pöntunin þín fer í póst 1-3 dögum eftir að greiðsla hefur borist. 

Afhending tekur að jafnaði 2-3 virka daga eftir að pöntunin hefur farið í póst. Við getum þó ekki tryggt það. Þú færð póst eða sms með rekjanlegu sendingarnúmeri þegar pöntunin þín hefur verið skráð hjá Póstinum.

Sendingarkostnaður er reiknaður í pöntunarferlinu. Kostnaður er 990kr fyrir sendingu á næsta pósthús og 1490kr fyrir heimsendingu. 

Pantanir fyrir 20.000kr eða meira eru sendar frítt á næsta pósthús. 

Hægt er að sækja pantanir frítt á Akureyri. Þegar þú pantar velur þú að sækja á Akureyri. Eftir að greiðsla hefur borist gerum við pöntunina þína klára og hún er tilbúin til afhendingar að jafnaði eftir 1-3 virka daga. Við sendum þér póst eða sms með upplýsingum um afhendingu þegar hún er klár.

Ef pöntunin þín er ekki sótt innan 30 daga á pósthúsið verður hún endursend til KakóGull. Við bjóðum ekki upp á endurgreiðslu í þessum tilfellum. Ef þú óskar eftir því að pöntunin þín verði send á ný til þín greiðir þú fyrir allan tilkostnað ásamt sendingargjaldi að nýju. 

Vinsamlegast sendu okkur strax póst á info.risenthrive@gmail.com ef þú færð ranga vöru eða eitthvað vantar í pöntunina þína. Meðfylgjandi skal vera sendingarnúmer ásamt skýringu á því hvað var að og mynd/ir ef við á. 

Vinsamlegast sendu okkur strax póst á info.risenthrive@gmail.com ef pöntunin þín berst skemmd á einhvern hátt. Meðfylgjandi skal vera sendingarnúmer og mynd/ir af ástandi vörunnar/varanna. Hvert mál er einstakt og við gerum okkar besta að finna góða lausn í hverju tilfelli fyrir sig. 

Sendingar utan Íslands
Við sendum til:

 

Bandaríkjanna
Kanada
Bretlands

Endilega sendu okkur línu á info.risenthrive@gmail.com ef landið þitt er ekki á listanum og við skoðum hvort við getum ekki bætt því við. VIð erum lítið og ungt fjölskyldu fyrirtæki í mótun. 

 Sendingarkostnaður er reiknaður í pöntunarferlinu. 

Það tekur að jafnaði 4-30 daga fyrir vöruna að komast til skila en sendingartími er mismunandi eftir löndum og hvaða sendingarleið er valin. Við getum ekki tryggt uppgefinn sendingartíma.

Þegar pöntunin kemur til þess lands sem pantað er til gæti þurft að greiða virðisaukaskatt, innflutningsskatt eða annað. KakóGull ber ekki ábyrgð á því að greiða fyrir slíkt, sú abyrgð er kaupandans. 

Þegar pöntunin þín hefur verið skráð hjá Póstinum færðu póst frá okkur sem inniheldur rekjanlegt sendingarnúmer sem þú getur notað til þess að athuga hvar sendingin þín er. 

Vinsamlegast sendu okkur strax póst á info.risenthrive@gmail.com ef pöntunin þín berst skemmd á einhvern hátt. Meðfylgjandi skal vera sendingarnúmer og mynd/ir af ástandi vörunnar/varanna. Hvert mál er einstakt og við gerum okkar besta að finna góða lausn í hverju tilfelli fyrir sig. 

 

 

 

 

 

íslenska is