Uppskriftir 😋
Hér fyrir neðan deilum við með ykkur ýmis konar uppskriftum að kakóbolla.
Ef þú ert að byrja að drekka kakó mælum við með því að byrja á t.d. 10-20g til að kynnast því. Hér getur þú lesið meira um hvað kakó er. Í kakóseremóníum er gjarnan notað 30-42g í hvern bolla.
EINFALDUR KAKÓBOLLI
Þessi bolli getur líka þjónað sem grunnur að bolla með fleiri innihaldsefnum.
20-40g hreint kakó
100-150ml vatn
Aðferð:
Saxið kakóið fínt, blandið við smá af heitu vatni (ekki sjóðandi) og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið við restinni af vatninu og hrærið þar til hefur blandast vel.
-:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:-
EINFALDUR KAKÓBOLLI MEÐ KRYDDI
10-20g Cacao
80-150ml heitt vatn (ekki sjóðandi)
½-1tsk hunang eða 1 daðla (ef vill)
Kanill
Smá cayanne
Aðferð:
Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara, með freyðara eða skeið.
-:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:-
KAKÓ MEÐ MACA
10-20g Cacao
80-150ml heitt vatn (ekki sjóðandi)
1tsk macaduft frá KakóGull
1-2tsk kókosolía
1msk kókosrjómi
1tsk hlynsíróp
Aðferð:
Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara, með freyðara eða skeið.
-:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:-
RÓSAKAKÓ
15-20g Cacao
100-150ml rósate
1tsk macaduft frá KakóGull
1tsk hunang
Vanilla
Saltkorn
Aðferð:
Hitið vatnið og útbúið rósate. Við notumst oftar rósablöð í lausu og leyfum að standa í heitu vatni í 5-7 mínútur. Við sigtum svo vatnið frá og blöndum við hin innihaldsefnin í blandara, með freyðara eða skeið.
LAKKRÍSKAKÓ
20-30g hreint Perú kakó frá KakóGull
100-150ml vatn
1msk kókosrjómi
1tsk hlynsíróp
1 anísstjarna EÐA 1/2tsk lakkrísrótarduft
Aðferð:
Saxið kakóið fínt, blandið við smá af heitu vatni og hrærið þar til silkimjúkt. Myljið anísstjörnuna í mortéli. Setjið öll innihaldsefni í pott og hitið rólega upp að ca. 70 gráðum.
Hellið í bolla í gegnum sigti.
SEIÐANDI SÚKKULAÐIBOLLI
20-30g hreint Ekvador kakó frá KakóGull
100-150ml vatn
1/2-1 msk möndlusmjör
1-2 döðlur
1/4 tsk Kanill
Vanilla
Salt
Val:
1 tsk hampfræ
1 tsk Lucuma duft
Aðferð:
Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn og hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Bætið þá öllum hinum innihaldsefnunum við, hitið og hrærið í rólegheitum. Hér er kjörið að hugsa um eitthvað fallegt, setja sér ásetning eða syngja. Hitið upp að sirka 70 gráðum og setjið þá í blandara (val) til að blanda öllu enn betur saman eða hellið beint í uppáhalds bollann ykkar.
VILLT MAYA BLANDA
15-20g Villt Bólivíu kakó frá KakóGull
5-10g Maya blanda frá Gvatemala frá KakóGull
100-200ml vatn
1 tsk kókosolía
1 tsk Tahini
Appelsínudropi
Saltkorn
Aðferð:
Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn ásamt Maya blöndunni. Hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Bætið þá öllum hinum innihaldsefnunum við og hitið og hrærið í rólegheitum upp að sirka 70 gráðum. Hellið í ykkar uppáhalds bolla.
EÐA
15-20g Villt Bólivíu kakó frá KakóGull
5-10g Maya blanda frá Gvatemala frá KakóGull
100-150ml vatn
Aðferð:
Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn ásamt Maya blöndunni. Hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Hellið í ykkar uppáhalds bolla.
-:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:-
ENGIFER & KARDIMOMMU KAKÓ
20g hreint kakó frá Bali
100ml vatn
½ dl kókosrjómi
1tsk kókossykur
1-2 flísar ferskt engifer
⅛ tsk Malaðar kardimommur (eða malið sjálf 1-2 heilar kardimommur)
Aðferð:
Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn. Hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Bætið þá öllum hinum innihaldsefnunum við og hitið og hrærið í rólegheitum upp að sirka 70 gráðum. Setjið í blandara og blandið í 10 sek. Hellið í ykkar uppáhalds bolla (í gegnum sigti ef þið notuðuð heilar kardimomur).
-:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:-
MACA MAGIC
20g hreint kakó
100-200ml heitt vatn
1msk kókosrjómi
1tsk kókosolía
1tsk maca duft
1 daðla
sjávarsalt
Cayanne eftir smekk
Aðferð:
Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn. Hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Bætið þá öllum hinum innihaldsefnunum við og hitið og hrærið í rólegheitum upp að sirka 70 gráðum. Setjið í blandara og blandið í 10 sek. Hellið í ykkar uppáhalds bolla.