Spurt & svarað um kakó

HVAÐ SET ÉG MIKIÐ KAKÓ Í BOLLANN?

Fyrir daglegan bolla eða nokkrum sinnum í viku er hægt að miða við 10-25g
Fyrir kakóseremóníu 30-42g 

HVENÆR TÍMA DAGS ER BEST AÐ DREKKA KAKÓ? 

Fyrir suma er kakó orkugjafi og þá er betra að drekka það að morgni eða fyrripart dags. Fyrir aðra er það róandi og slakandi og þá í góðu að drekka það seinnipart dags eða að kvöldi.
Það getur líka skipt máli hversu mikið kakó er sett í bollann, stærri skammtur getur verið meiri orkugjafi. 

HVAÐA KAKÓ ER BEST FYRIR BYRJENDUR?

Öll þau kakó sem við bjóðum upp á henta fyrir þá sem eru að byrja að drekka kakó.

Kakóið frá Kólumbíu hefur verið saxað niður og því fljótlegt og þægilegt að blanda við heitan vökva. 
Maya blandan frá Gvatemala kemur í duftformi og kakóið hefur verið blandað við krydd og sætu. 

ÞAÐ ER MARGT Í BOÐI! HVAÐ Á ÉG AÐ VELJA?

Er eitthvað sem kallar strax á þig? Kannski er það innsæið að segja þér hvað þú ættir að velja. Kakóin hafa öll mismunandi bragðprófíl og karakter. 

 - Ekvador er með djúpu súkkulaðibragði, smá ávaxtakeim enda ræktað í bland við önnur ávaxtatré.
Kólumbía er með mjög gott súkkulaðibragð og gott jafnvægi í bragðprófíl.
Bali hefur aðeins ristaðan keim og er einnig mjög milt.
Villta kakóið frá Bólivíu er tiltölulega milt og gott jarðar súkkulaðibragð.
Perú er mjög bragðmikið, aðeins gerjað bragð í bland við súkkulaði/mjólkur eða hnetukeim.
- Gvatemala er sérstök Maya blanda sem inniheldur krydd og sætu (panela sem er hreinasta formið af hrásykri)

Við bjóðum upp á gjafapakka með 6 tegundum af kakó á 20% afslætti.
Svo bjóðum við upp á 28g pakka sem passa í 1-2 bolla í kakólínunni frá ORA. 

HVAÐ ER KAKÓSEREMÓNÍA EÐA KAKÓATHÖFN?

Kakóseremóníur eru eins fjölbreyttar og þær eru margar en eiga það oft sameiginlegt að þar er löngun til að hlusta og tengjast innra og ytra og svo auðvitað bolla af kakó. Stundum innihalda þær dans, hugleiðslu, slökun, tónlist, spjall eða öndun. 

Kakó er kennari sem getur hjálpað okkur að tengjast aftur við eigin hjörtu, hlúa að samböndum okkar og ganga í gegnum lífið markvisst og með skýra sýn að leiðarljósi.

Kakóathafnir nútímans eru ekki að reyna að líkja eftir menningarlegum helgisiðum frá öðrum tíma og stað. Þó að fólk hafi fyrir löngu tengt kakó á ákveðinn hátt þýðir það ekki að sú leið sé betri eða í samræmi við nútíma menningarlegt samhengi og þarfir okkar. Það sem kakóathafnir í dag eiga sameiginlegt með fornum menningarheimum sem unnu með seremóníukakó er ósvikin löngun til að tengjast og læra af anda kakó. 

HVAÐ ER SEREMÓNÍUKAKÓ?

Seremóníukakó vísar til hágæða, hreins kakó sem er upprunnið frá litlum fjölskyldubúum sem stunda endurnýjandi landbúnaðarskógrækt.

Seremóníukakó er búið til úr einu innihaldsefni, heilum kakóbaunum, það er lítið unnið, engu bætt við og ekkert fjarlægt. 

AF HVERJU AÐ DREAKKA HREINT KAKÓ?

Hreint kakó inniheldur steinefni eins og magnesíum og kalk í miklu magni og er magnesíumhlutfall þess hæst nokkurrar plöntu. Heilinn notar magnesíum, sérstaklega fyrir minni og einbeitingu en magnesíum er einnig gott fyrir hjartastarfsemi og blóðflæði. Í kakó er einnig járn, sink, fosfór og kalsín og fleira sem og fullt af andoxunarefnum eða meira en í t.d. eplum og bláberjum.
Kakó getur létt lundina, örvað sköpunargleði og jákvæðni. Það getur bæði verið mildur orkugjafi, stutt við hugleiðslu sem og haft róandi og slakandi áhrif. 

Hér er linkur á blogg þar sem við förum nánar yfir eiginleika næringarefna í hreinu kakó. 

HVER ER MUNURINN Á SEREMÓNÍU KAKÓ/HREINU KAKÓ/CACAO OG KAKÓDUFTI?

     Seremóníu kakó er heil fæða, unnin úr hágæða heilum kakóbaunum án þess að    bæta neinu við eða fjarlægja, og með lágmarks vinnslu.

Kakóduft fer aftur á móti í gegnum meiri vinnslu þar sem kakósmjörið er tekið frá kakóinu. Kakóduft er oft gert  úr kakóbaunum af lægstu gæðum sem eru gjarnan ristaðar við mjög háan hita, síðan afhýddar og malaðar. Þar á eftir fara þær í gegnum háþrýstiferli þar sem kakósmjörið er tekið úr kakóinu. 

Kakósmjör sem er besta fitan til þess að öll þau heilsubætandi næringarefni sem kakó inniheldur séu okkur aðgengileg.

 

          HVERNIG ER BEST AÐ GEYMA KAKÓIÐ?

Kakóið endist í 1-2 ár ef það er geymt við réttar aðstæður. Við mælum með að geyma það í vel lokuðu íláti, t.d. krukku, við herbergishita. 

   

        HVAÐ GET ÉG GERT MARGA KAKÓBOLLA ÚR EINUM PAKKA?

Það eru um 20-25 skammtar (bollar) í 450-500g ef þú notar í kringum 20g í hvern bolla.

 

HVERSU OFT ÆTTI ÉG AÐ DREKKA KAKÓ?

Eins og með margt þá er best að hlusta á sinn eigin  líkama. Við förum í gegnum tímabil þar sem við drekkum það á hverjum degi og svo önnur tímabil þar sem við tökum hlé og/eða drekkum það mun sjaldnar. Veittu því athygli hvernig ÞÉR og ÞÍNUM líkama líður - seremóníu kakó getur haft margs konar jákvæð og góð áhrif en það þýðir ekki að meira sé alltaf betra. Skapaðu þitt eigið samband við anda kakósins og þú munt finna og skilja hvernig þinn líkami bregst við því og ef þú hlustar af athygli, þá mun líkami þinn og hjarta leiðsegja þér áfram.

 

MEIRA UM KAKÓ

Á kakótréinu (Theobroma cacao) vex kakóávöxtur (kakóhneta) og inni í honum eru kakóbaunir sem kakó er gert úr. Náttúrufræðingurinn Carl von Linné skýrði kakótréið Theobroma cacao á 18. öld en þetta gríska orð þýðir fæða guðanna.

Kakómassi er heil fæða gerð úr kakóbauninni sem hefur verið gerjuð, skelin tekin af og baunin síðan möluð í massa sem harðnar. Kakómassinn, hér eftir kallað kakó, inniheldur kakósmjör sem er besta fitan til þess að öll þau heilsubætandi næringarefni sem kakó inniheldur séu okkur aðgengileg.Kakóduft fer aftur á móti í gegnum meiri vinnslu þar sem kakósmjörið er tekið frá kakómassanum.

Ekki er allt kakó eins og því mikilvægt að vanda vel til vals. Almennt er venjulegt kakóduft og súkkulaði mikið unnið sem gerir það af verkum að mikið af því góða sem kakó inniheldur t.d. steinefni og andoxunarefni glatast. Einnig er það miður að framleiðsluferlið er ekki alltaf gott né sanngjarnt og það hefur neikvæð áhrif á jörðina og bændurna.

Það kakó sem við bjóðum upp á er 100% hreint kakó og allt handunnið frá upphafi til enda af heimamönnum á hverjum stað fyrir sig. Engin eiturefni eru notuð við ræktunina og kakóið okkar frá Bólivíu hefur vaxið villt í frumskóginum þar í þúsundir ára, án aðkomu mannfólksins.
Það er okkur hjartans mál að bjóða upp á gæðakakó og styðja heilshugar við alla sem að ferlinu koma.

Hreint kakó inniheldur steinefni eins og magnesíum og kalk í miklu magni og er magnesíumhlutfall þess hæst nokkurrar plöntu. Heilinn notar magnesíum, sérstaklega fyrir minni og einbeitingu en magnesíum er einnig gott fyrir hjartastarfsemi og blóðflæði. Í kakó er einnig járn, sink, fosfór og kalsín og fleira sem og fullt af andoxunarefnum eða meira en í t.d. eplum og bláberjum. Í kakóinu okkar er nánast ekkert koffín en því er stundum ruglað saman við annað efni sem finnst í kakói, þeóbrómín en bæði efnin tilheyra flokki metýlxanþína. Þeóbrómín getur, örvað hjartað, lækkað blóðþrýstinginn og stuðlað að auknu blóðflæði. Koffín örvar aftur á móti taugakerfið. Þeóbrómín og taugaboðefnið fenýletýlamín hafa fengið það orð á sig að hafa náttúruleg afródísk fæða, þ.e.a.s. kynferðisleg spenna og aðlöðun getur aukist. Það eru þó skiptar skoðanir á því en ef afródísk áhrif finnast við neyslu kakós eða súkkulaðis þá er það líklega vegna þeóbrómíns og fenýletýlamíns og eiginleika þeirra til þess að örva hjartað, bæta skap, auka orku, einbeitingu og blóðflæði og jafnframt lækka blóðþrýstinginn. Í kakói finnast bæði taugaboðefni og og -stýringar sem eru nú þegar til staðar í heilanum og má þar nefna t.d. Fenýletýlamín sem stuðlar að losun serótónínsa, dópamíns og noradrenalíns. Losun þessara efna getur haft þau áhrif að skynjun verður betri og vellíðun, drifkraftur og hvatastjórnun eykst. Anandamíð er þekkt sem “The Bliss chemical” eða sæluefnið, en orðið ,,ananda” er tekið úr sanskrít, og þýðir ,,joy, bliss eða delight” (ánægja, sæla eða unun). Anandamíð getur stuðlað að aukinni vellíðan. Serótónín sem styður við aukna vellíðan og minni streitu. Dópamín sem stuðlar að auknum drifkrafti og ánægju. Kakó getur einnig verið vatnslosandi og því mikilvægt að drekka vatn í kringum kakódrykkju.

Áhrif kakó eru misjöfn milli einstaklinga og kakó ríkt af ólíkum efnum sem geta haft áhrif á líkamann. Því ætti fólk að kynna sér möguleg áhrif þess, sérstaklega þeir sem finna fyrir eða taka lyf við þunglyndi og kvíða eða eru með hjartasjúkdóma. Þrátt fyrir að kakó geti haft dásamleg áhrif þá eins og með annað þýðir það ekki að meira sé alltaf betra, hver og einn þarf að hlusta á eigin líkama og mikilvægt er að gæta virðingar.


 

íslenska is