7 uppskriftir að kakóbolla

Nú deilum við með ykkur 7 ljúffengum uppskriftum að skemmtilegum og ólíkum kakóbollum sem tilvalið er að prófa yfir hátíðarnar. Ef þið prófið endilega látið okkur vita hver er ykkar uppáhalds og merkið okkur á samfélagsmiðlunum. Einnig finnst okkur gaman að sjá hvað þið setjið í ykkar bolla. 

cacao recipes

Einfaldur bolli

Við byrjum á grunnuppskrift að hreinum kakóbolla, hreint kakó og heitt vatn. Ekki nota sjóðandi vatn, þar sem við viljum varðveita næringarefnin í kakóinu og reynum að passa að vatnið sé ekki yfir 70-80 gráður. 

Þessi bolli getur líka þjónað sem grunnur að bolla með fleiri innihaldsefnum. 

Ef þú ert að byrja að drekka kakó mælum við með því að byrja með minni skammt af kakói (10-20g) til að kynnast því og áhrifum þess. Hér getur þú lesið meira um hvað kakó er. Í kakóseremóníum er gjarnan notað 30-42g í hvern bolla. 

Fyrir 1

20-40g hreint kakó

150-200ml vatn

Aðferð:

Saxið kakóið fínt, blandið við smá af heitu vatni (ekki sjóðandi) og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið við restinni af vatninu og hrærið þar til hefur blandast vel. 

Njótið!


ceremony ritual

Lakkrískakó

Fyrir 1

20-30g hreint Perú kakó frá KakóGull

100-150ml vatn

1msk kókosrjómi

1tsk hlynsíróp

1 anísstjarna EÐA 1/2tsk lakkrísrótarduft

Aðferð:

Saxið kakóið fínt, blandið við smá af heitu vatni og hrærið þar til silkimjúkt. Myljið anísstjörnuna í mortéli. Setjið öll innihaldsefni í pott og hitið rólega upp að ca. 70 gráðum.

Hellið í bolla í gegnum sigti. 

Njótið!


Seiðandi súkkulaði bolli

Fyrir 1

20-30g hreint Ekvador kakó frá KakóGull 

100-150ml vatn

1/2-1 msk möndlusmjör

1-2 döðlur

1/4 tsk Kanill

Vanilla

Salt

Val:

1 tsk hampfræ

1 tsk Lucuma duft

Aðferð:

Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn og hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Bætið þá öllum hinum innihaldsefnunum við, hitið og hrærið í rólegheitum. Hér er kjörið að hugsa um eitthvað fallegt, setja sér ásetning eða syngja. Hitið upp að sirka 70 gráðum og setjið þá í blandara (val) til að blanda öllu enn betur saman eða hellið beint í uppáhalds bollann ykkar. 

Njótið og umfram allt njótið!

Maya blend

Villt Maya blanda

Fyrir 1

15-20g Villt Bólivíu kakó frá KakóGull

5-10g Maya blanda frá Gvatemala frá KakóGull

100-200ml vatn

1 tsk kókosolía

1 tsk Tahini

Appelsínudropi

Saltkorn

Aðferð:

Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn ásamt Maya blöndunni. Hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Bætið þá öllum hinum innihaldsefnunum við og hitið og hrærið í rólegheitum upp að sirka 70 gráðum. Hellið í ykkar uppáhalds bolla. 

Njótið, njótið og umfram allt njótið!

EÐA

Fyrir 1

15-20g Villt Bólivíu kakó frá KakóGull

5-10g Maya blanda frá Gvatemala frá KakóGull

100-150ml vatn

Aðferð:

Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn ásamt Maya blöndunni. Hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Hellið í ykkar uppáhalds bolla. 

Njótið, njótið og umfram allt njótið!

 -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- 

Engifer og kardimommu kakó

Fyrir 1

20g hreint kakó frá Bali

100ml vatn

½ dl kókosrjómi

1tsk kókossykur

1-2 flísar ferskt engifer

⅛ tsk Malaðar kardimommur (eða malið sjálf 1-2 heilar kardimommur)

Aðferð:

Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn. Hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Bætið þá öllum hinum innihaldsefnunum við og hitið og hrærið í rólegheitum upp að sirka 70 gráðum. Setjið í blandara og blandið í 10 sek. Hellið í ykkar uppáhalds bolla (í gegnum sigti ef þið notuðuð heilar kardimomur). 

Verði ykkur að góðu!

 -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- -:- 

Maca Magic

Fyrir 1

20g hreint kakó

100-200ml heitt vatn

1msk kókosrjómi

1tsk kókosolía

1tsk maca duft

1 daðla

sjávarsalt

Cayanne eftir smekk

Aðferð:

Saxið kakómassann niður og blandið í smá heitt vatn. Hrærið saman þar til úr verður silkimjúk blanda. Bætið þá öllum hinum innihaldsefnunum við og hitið og hrærið í rólegheitum upp að sirka 70 gráðum. Setjið í blandara og blandið í 10 sek. Hellið í ykkar uppáhalds bolla.

Njótið!

Kærleikskveðjur

Tinna & Jacob

íslenska is