
Kakó & sköpunarkraftur
Í dag langar okkur að skrifa ykkur aðeins um kakó og sköpunargleði og kraft.
Kakó & Sköpun
Þrátt fyrir það sem okkur hefur verið sagt eða trúum sjálf, þá erum við öll skapandi í eðli okkar. Eins og rithöfundurinn Elizabeth Gilbert segir:
„Ef þú ert lifandi, þá ertu skapandi manneskja.“
Sköpunargáfa birtist í ótal myndum – í skrifum, tónlist, list, hreyfingu verkfræði, stærðfræði og svo mætti lengi telja...
Kakó er frábær stuðningur fyrir sköpunarferlið, þar sem það getur:
✨ Opnað skynjun okkar og aukið hugmyndaflugið.
✨ Tengt okkur dýpra við tilfinningar okkar og hjarta, sem oft eru kjarni frjórra hugmynda og listsköpunar.
✨ Hjálpað okkur að finna fyrir meiri léttleika, leikgleði og forvitni – sem getur stutt við frjálsari sköpun án takmarkana og sjálfsgagnrýni.
✨ Orðið hluti af rútínu sem styður við sköpunarferlið og hjálpað okkur að halda einbeitingu og aga.
Vísindi á bak við kakó & sköpunargleði
Nýlega heyrðum við um rannsókn frá 2018 sem skoðaði áhrif kakó á heilabylgjur með því að greina EEG mælingar eftir neyslu á 48 grömmum af 70% lífrænu dökku súkkulaði frá Tansaníu. Niðurstöðurnar sýndu að kakó virkjar gamma-heilabylgjur, sem eru á tíðnisviðinu 30-110 Hz. Þessar bylgjur tengja saman mismunandi svæði í heilanum, bæta minni, hraða hugsun og styrkja almenna vitræna starfsemi. Gamma-heilabylgjur eru einnig tengdar við innblástur, hugljómun og það að ná hámarksárangri í verkefnum!
Það er auki eykur kakó neuroplasticity – eða hæfni heilans til að endurnýja sig – og styður almenna heilsu og líkamlega virkni.
Theobromine, náttúrulegt örvandi efni í kakói, hjálpar einnig við skerpa einbeitingu án þess að valda orkukrassi eins og koffín.
Eins og lesa má er ýmislegt í kakóinu dýrmæta sem getur stutt við sköpunarkraftinn!
Hvernig getur þú notað kakó til að örva eða tengjast sköpunarkraftinum?
-
Gefðu þér rólega stund með kakóbolla, þar sem þú setur ásetning og tengist skapandi verkum þínum.
-
Ef þú finnur fyrir stöðnun eða skorti á innblæstri getur kakó hjálpað þér að slaka á, minnka innri gagnrýni og koma þér í ástand flæðis þar sem hugmyndir eiga auðveldara með að kvikna.
-
Sameinaðu kakó og hugleiðslu til að opna hugann, auka flæði hugmynda og fá ferskan innblástur.