Smudging - að brenna Salvíu & Palo Santo

Hvað er smudging?

Tilgangur smudging er að fjarlægja neikvæða orku úr rými eða í kringum manneskju eða hluti. Menningar frá öllum heimshornum hafa í hundruðir og jafnvel þúsundir ára notað heilagar plöntur/náttúrulegt reykelsi til að hreinsa neikvæða orku, draga að gæfu og fá vernd gegn hvers kyns neikvæðri orku.


Hvað notarðu?

Smudge eru venjulega búnt af laufum og stilkum af náttúrulega arómatískri plöntu sem hefur einhvern læknisfræðilegan/andlegan heilsufarslegan ávinning og/eða einhverja sögulega andlega þýðingu. Hvít salvía, sem er upprunnin í suðvestur Norður-Ameríku, er heilög planta sem er frábær til að ,,smudge-a", og ein af þeim algengustu. Palo Santo, tré upprunnið í Mið-Ameríku, er einnig algent til að ,,smudge-a." Það eru margar aðrar fallegar jurtir og plöntur sem virka vel til að brenna og allar hafa einhver góð áhrif eða sögulega þýðingu. Þar má nefna sedrus (Cedar), reyrgresi (Sweetgrass), heilög jurt (Yerba Santa) & blá salvía (Blue Sage) svo eitthvað sé nefnt.

Það er fallegt að geyma ilmvendi og palo santo í Abalone fyrir, á meðan og eftir hverja notkun. Abalone skeljar voru notaðar áður fyrr til vöruskipta, matar og sem skálar. Í dag eru Abalone skeljar mjög vinsælar undir skartgripi, til skreytingar og auðvitað fyrir ilmvendi og ilmkelsi. Allar Abalone hafa lítil náttúruleg göt á hlið skeljarinnar vegna náttúru þessarar sjávarlífveru. 

Eitt síðasta atriði sem vert er að minnast á er fjöður en algengt hefur verið að nota arnar eða kalkúnafjöður til að dreifa varlega úr reyknum. Það má að sjálfsögðu nota hvers kyns fjöður sem vill, við notum til dæmis bæði hrafns- og svansfjaðrir.

Hvernig kveiki ég í ilmvendinum?

Algengt er að salvía og aðrar þurrkaðar jurtir til brennslu komi í búnti. Stundum er það of þétt og stundum of laust. Prófaðu að brenna búntið þitt eins og það er og ef það er of þétt pakkað þá gætir þú þurft að losa aðeins um það og draga það örlítið í sundur. Að draga blöðin/stönglana aðeins í sundur mun leyfa búntinu að anda betur, en eldur þarf loft til að anda, annars brennur hann ekki. Þú getur líka dregið lítinn hluta af búntinu af og brennt hvern fyrir sig.

Önnur leið til að brenna jurtirnar þínar er að safna litlum bútum sem detta af og setja í Abalone skel eða hitaþolið ílát og kveikja svo í litlu bitunum. Þannig fer ekkert til spillis.

Til að kveikja í vendinum skaltu halda honum lárétt eða á ská við logann. Loginn ætti að lenda á sama svæði í 15-25 sekúndur og þá ætti að myndast glóð sem úr kemur ilmandi reykur. 

Til að halda ilmreyknum gangandi skaltu blása varlega á glóðina með stuttu 1 sekúndu millibili. Vertu varkár að þú blásir ekki óvart glóð eða ösku af búntinu þínu. Þú getur slegið öskuna af í abalone skelina eða smudge skál af öðru tagi.

Þegar þú ert hætt/ur að brenna salvíuna eða annarskonar ilmvönd geturðu lagt hann í abalone skelina og leyft vendinum að slokkna þar eða nudda út glóðina í skelinni. Helltu aldrei vatni á ilmbúnt nema það sé neyðartilvik.

Fyrir Palo Santo:

Ekki eru allir Palo Santo eins, sumir eru lengur að brenna, rjúka meira eða minna og geta haft mikinn eða lítinn ilm. Þéttleika stafsins og hversu mikil kvoða er í honum hefur áhrif á brennsluna. 

Haltu prikinu þínu lárétt eða á ská við logann. Þú gætir þurft að halda loganum við stafinn í um það bil 30 sekúndur. Blástu varlega á logann til að sjá hvort þú sért komin/n með glóð og haltu áfram að blása varlega með stuttu 1 sekúndu millibili þar til þú sérð glóð. Slökktu á loganum og leyfðu ilmandi reyknum að rjúka. 

Þegar þú ert búin/n ætti aðeins að taka eina eða tvær mínútur þar til reykurinn og glóðin slokknar.  Helltu aldrei vatni á Palo Santo stafinn nema það sé neyðartilvik.

Hægt er að setja vöndinn eða prikið í abalone skel á meðan enn rýkur úr, farðu bara varlega því skelin verður heit. 

Hvenær ættir þú að smudge-a?

Hvenær sem þér finnst viðeigandi og eins lítið eða oft og þú vilt. Þú getur hreinsað hvers kyns rými eins og heimili þitt, skrifstofu eða bíl og einnig manneskju eða hluti. Við persónulega brennum smá salvíu eða palo santo nánast daglega, stundum bara til að njóta ilmsins og kyrrðarinnar. 


Hvernig hreinsar þú heimilið þitt eða sjálfan þig?

Það er gott að opna glugga eða a.m.k. vera mjög varkár að reykurinn safnist ekki upp inni. Reykskynjarar geta farið í gagn ef þú lætur reykinn safnast upp of mikið.

Kveiktu í vendinum eða prikinu þínu og leyfðu loganum að leika um smá stund, blástu svo og þá byrjar ilmandi reykur að koma úr glóðinni. Blástu af og til á glóðina  til að halda reyknum gangandi, kveiktu aftur í eftir þörfum. Ef þú ert að hreinsa herbergi eða heimili skaltu labba um og leyfa reyknum að fara í öll horn, króka og kima og hreinsa. Þú getur notað fjöður til að beina reyknum þangað sem þú vilt. Ef þú ert að hreinsa sjálfa/n þig eða aðra manneskju skaltu leyfa reyknum að fara allt í kringum líkamann, undir hendur og iljar. 

íslenska is