Um kakó

Á kakótréinu (Theobroma cacao) vex kakóávöxtur (kakóhneta) og inni í honum eru kakóbaunir sem kakó er gert úr. Náttúrufræðingurinn Carl von Linné skýrði kakótréið Theobroma cacao á 18. öld en þetta gríska orð þýðir fæða guðanna.

Kakómassi er heil fæða gerð úr kakóbauninni sem hefur verið gerjuð, skelin tekin af og baunin síðan möluð í massa sem harðnar. Kakómassinn, hér eftir kallað kakó, inniheldur kakósmjör sem er besta fitan til þess að öll þau heilsubætandi næringarefni sem kakó inniheldur séu okkur aðgengileg. Kakóduft fer aftur á móti í gegnum meiri vinnslu þar sem kakósmjörið er tekið frá kakómassanum.

Ekki er allt kakó eins og því mikilvægt að vanda vel til vals. Oft er venjulegt kakóduft og súkkulaði mikið unnið sem gerir það af verkum að mikið af því góða sem kakó inniheldur t.d. steinefni og andoxunarefni glatast. Einnig er það miður að framleiðsluferlið er ekki alltaf gott né sanngjarnt og það hefur neikvæð áhrif á jörðina og bændurna.

Það kakó sem við bjóðum upp á er 100% hreint kakó (við sum er búið að bæta kryddum og/eða adaptogens). Engin eiturefni eru notuð við ræktunina og kakóið okkar frá Bólivíu hefur vaxið villt í frumskóginum þar í þúsundir ára, án aðkomu mannfólksins.
Það er okkur hjartans mál að bjóða upp á gæðakakó og styðja heilshugar við alla sem að ferlinu koma.

Hreint kakó inniheldur steinefni eins og magnesíum og kalk í miklu magni og er magnesíumhlutfall þess hæst nokkurrar plöntu. Heilinn notar magnesíum, sérstaklega fyrir minni og einbeitingu en magnesíum er einnig gott fyrir hjartastarfsemi og blóðflæði.
Í kakó er einnig járn, sink, fosfór og kalsín og fleira sem og fullt af andoxunarefnum eða meira en í t.d. eplum og bláberjum.
Í kakói fyrirfinnst koffín, mismikið, en fyrir flesta hefur það allt annarskonar áhrif heldur en koffín í kaffi. Ein af ástæðum þess er að kakó hefur mikið magn af góðri fitu - kakósmjöri - sem hægir á áhrifum koffíns í líkamanum. En það er meira en bara fitan, kakó inniheldur hundruðir annarra sameinda sem einnig hafa áhrif á efnafræði heilans og orkustig. Á töfrandi hátt sem við höfum enn ekki skilið að fullu breytir það upplifun líkamans af koffíninu í því. Margir finna fyrir aukinni orku við það að drekka kakó og vilja tengja það koffíni en það er annað efni sem finnst í kakói, þeóbrómín sem getur stuðlað að lengri tíma af viðvarandi orku án oförvunar eða hruns. Bæði þeóbrómín og koffín tilheyra flokki metýlxanþína. Þeóbrómín getur, örvað hjartað, lækkað blóðþrýstinginn og stuðlað að auknu blóðflæði. Koffín örvar aftur á móti taugakerfið. Þeóbrómín og taugaboðefnið fenýletýlamín hafa fengið það orð á sig að hafa náttúruleg afródísk fæða, þ.e.a.s. kynhvöt og aðlöðun getur aukist. Það eru þó skiptar skoðanir á því en ef afródísk áhrif finnast við neyslu kakós eða súkkulaðis þá er það líklega vegna þeóbrómíns og fenýletýlamíns og eiginleika þeirra til þess að örva hjartað, bæta skap, auka orku, einbeitingu og blóðflæði og jafnframt lækka blóðþrýstinginn. Í kakói finnast bæði taugaboðefni og og -stýringar sem eru nú þegar til staðar í heilanum og má þar nefna t.d. Fenýletýlamín sem stuðlar að losun serótónínsa, dópamíns og noradrenalíns. Losun þessara efna getur haft þau áhrif að skynjun verður betri og vellíðun, drifkraftur og hvatastjórnun eykst. Anandamíð er þekkt sem “The Bliss chemical” eða sæluefnið, en orðið ,,ananda” er tekið úr sanskrít, og þýðir ,,joy, bliss eða delight” (ánægja, sæla eða unun). Anandamíð getur stuðlað að aukinni vellíðan. Serótónín sem styður við aukna vellíðan og minni streitu. Dópamín sem stuðlar að auknum drifkrafti og ánægju. Kakó getur einnig verið vatnslosandi og því mikilvægt að drekka vatn í kringum kakódrykkju.

Áhrif kakó eru misjöfn milli einstaklinga og kakó ríkt af ólíkum efnum sem geta haft áhrif á líkamann. Því ætti fólk að kynna sér möguleg áhrif þess, sérstaklega þeir sem finna fyrir eða taka lyf við þunglyndi og kvíða eða eru með hjartasjúkdóma. Þrátt fyrir að kakó geti haft dásamleg áhrif þá eins og með annað þýðir það ekki að meira sé alltaf betra, hver og einn þarf að hlusta á eigin líkama og mikilvægt er að gæta virðingar.

íslenska is