Margir þeirra sem drekka hreint kakó finna breytingu á skapi, líðan og hugarfari. Hreint kakó inniheldur taugaboðefni sem eru nú þegar til staðar í heilanum. Það inniheldur einnig endurupptökuhemla sem loka fyrir leiðirnar sem líkami okkar notar venjulega til að brjóta niður og endurvinna þessi gagnlegu og skapbreytanlegu sameindir svo góða skapið endist lengur. Að vinna reglulega með hreint kakó getur haft jákvæð heilsufarsleg áhrif og hjálpað okkur við að skapa nýja vana og stuðla að því að dagleg upplifun okkar inniheldur meiri jákvæðni, kærleika og tengingu við sjálfið og umhverfið.
Anandamíð - sælusameindin, tengist ,,runners high" áhrifum. Það er í raun fyrsta endókannabínóð sem uppgötvaðist og er vel þekkt fyrir að stilla sársauka. Kakó inniheldur einnig N-línóleóýletanólamín, sem er endurupptökuhemill anandamíðs.
Serótónín - gleðihormón, hjálpar við vellíðan og skapar viðnám gegn streitu. Kakó hefur einnig MOA hemla sem hindra endurupptöku serótóníns.
Tryptófan - nauðsynleg amínósýra og undanfari serótóníns. Tryptófan getur dregið úr kvíða, stuðlað að slökun og almennt aukið tilfinningalega vellíðan.
Fenýletýlamín (PEA) - ástarlyfið, hjálpar við spennu, árvekni, athygli. Getur veitt þá upplifun að tíminn hægi á sér.
Dópamín - ánægjuefnið, getur vakið tilfinningu um hvatningu og ánægju. Kakó hefur einnig MOA hemla sem hindra endurupptöku dópamíns.
Magnesíum - Heilinn notar magnesíum, sérstaklega fyrir minni og einbeitingu en magnesíum er einnig gott fyrir hjartastarfsemi og blóðflæði. Magnesíumhlutfall kakó er hæst nokkurrar plöntu.
Járn - Kakó er ríkasta uppspretta járns í plönturíkinu.
Kalk - Kakó inniheldur meira kalk en kúamjólk. Kalk hjálpar til við starfsemi hjarta, vöðva- og taugakerfis.
Sink - er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið.
Vegna þessara sameinda, taugaboðefna og næringarefna gætir þú fundið fyrir sælu, tengingu við sjálfið og/eða aðra, innblæstri, tengingu við innsæið, skýrleika og jarðtengingu þegar þú drekkur kakó. Þú getur líka fundið fyrir auknu blóðflæði, aukinni ánægju og núvitund. Kakó er æðavíkkandi, sem þýðir að æðar og vöðvakerfi slaka á. Þegar unnið er með seremóníuskammta af kakói (40g) getur blóðflæði aukist umtalsvert sem þýðir að meira blóð (lífsorka) færist í gegnum líkamann og nærir öll kerfin þín. Kakó er vatnslosandi svo gott er að hafa í huga að muna að drekka vatn.