Palo Santo frá Perú

Afsláttarverð Verð kr1,100 Venjulegt verð kr450 Einingaverð  per 

Shipping calculated at checkout.

Palo Santo viðarreykelsi hefur verið notað fyrst og fremst til að hreinsa rými sem og kyrra hugann fyrir hugleiðslu og seremóníur.  

Við elskum sætan viðarkenndan ilminn og það er sennilega kveikt á þessum viðarbút a.m.k. einu sinni á dag hér á heimilinu.

Palo Santo hefur frá tímabili Inkanna verið notað til að hreinsa „mala energía“ (slæma orku) og er talið hafa andlega hreinsandi eiginleika. Það er líka sagt að heilagi viðurinn geti stutt við slökun, hugleiðslu, skapandi æfingar og boðið gæfu inn í líf þeirra sem opna hjörtu sín fyrir krafti & töfrum ilmsins. Í mörgum menningarheimum er Palo Santo talið „lífsins tré“.

Palo Santo getur virkað sem náttúrulegur lofthreinsari með því að fjarlægja hugsanlegar örverur, bakteríur og sýkla úr rými. Það getur haft róandi og kyrrandi áhrif á hjartað, hreinsað orkulíkamann, fyllt hann ljósi og beint neikvæðri hugsun og orku frá. Palo Santo hefur verið notað í hundruðir ára af ýmsum fornum menningarheimum til að efla tilfinningu um ró og vellíðan. Það er talið að palo santo laði jákvæða og græðandi orku til einstaklinga og í rými þar sem ilmurinn fer um.

Hér er blogg um ,,smudging" og hvernig er best að kveikja í Palo Santo stafnum. 

Við styðjum við sjálfbærni! 

Það Palo Santo sem við bjóðum upp á kemur frá náttúrulega föllnum trjám og greinum og hafa yfirvöld í Perú sem og skógræktarstofnanir með því grannt eftirlit. Það er ólöglegt að höggva niður tréin í neytendaskyni og viðskipti með Palo Santo eru undir ströngu eftirliti í Suður Ameríku. Fyrirtækið sem við vinnum með starfar beint með samfélaginu sem handtýnir og safnar saman Palo Santo og handklippir svo stafina (viðarreykelsin). Einnig eru þau í samstarfi við náttúruverndunarátak í Perú. 

íslenska is