Thriving Tanzania

Afsláttarverð Verð kr7,490 Venjulegt verð Einingaverð  per 

Shipping calculated at checkout.

Þetta fyrsta seremóníu kakó okkar frá Afríku er ræktað innan um hlátur og náin tengsl milli fólks í blómlegu þorpi. Í Kilombero dalnum, sem þekktur er fyrir líffræðilegan fjölbreytileika, eru 700 bændur, á litlum fjölskyldubúum, með lífræna vottun sem rækta kakó fyrir Kokoa Kamili (gæða kakó á svahílí) innan um mikla hrísgrjóna- og bananaræktun. Á fyrstu þremur árum sínum hafa bændur Kokoa Kamili fengið hæsta verðið fyrir kakó í Tansaníu. Ýtrustu varúðar er gætt við að gerja og þurrka kakóið samkvæmt ströngum stöðlum og því er kakóið af bestu gæðum sem bjóðast í álfunni. Kakóið frá þessu svæði er einstakt sem hreint dökkt súkkulaði þar sem það hefur hærra kakósmjörsinnihald sem leiðir til silkimjúkrar og sléttrar áferðar. 

STÆRÐ
Hægt er að velja um tvær stærðir; 28g (~1-2 bollar) EÐA 453g (~20-25 bollar) 

INNIHALD
Lífrænar kakóbaunir frá Tansaníu 

STEMMNING
Einbeiting, skýrleiki, upplyftandi  

BEST FYRIR 
Lærdóm & til að taka af skarið 

BRAGÐTÓNAR
Smjör, kirsuber & karamella (þetta eru bragðtónar, ekki innihaldsefni)

 

AÐ ÚTBÚA KAKÓ
Einfaldast er að blanda saman heitu vatni og kakó. Einnig má blanda út í kryddum, jurtum, hnetusmjöri, ofurfæðu og fleiru (lesa nánar hér

15-25g kakó
100-200ml vatn 

- Hitaðu vatn (ekki sjóða svo næringarefni og góðir eiginleikar haldist í kakóinu) 
- Blandaðu kakói og vatni saman t.d. með skeið, freyðara eða í blandara
- Njóttu! 

Halda áfram að versla...

 

íslenska is