Að útbúa kakó

Þegar kakóbollinn er útbúinn er einfaldast að blanda saman vatni og kakó. Það má þó útbúa kakó á ýmsa vegu og það getur verið gaman að leyfa hjarta, tilfinningu og hugmyndaflugi að ráða för við gerð bollans. Hér fyrir neðan eru hugmyndir og tillögur að ýmsu sem má nota til að bragðbæta, auka áhrif og virkni bollans. 

  • Krydd t.d. kanill, cayanne, chili, negull, múskat, engifer, túrmerik, fennel, rósmarín, kardimommur

  • Hnetu-, möndlu-, kasjú- & kókossmjör

  • Te t.d. blóðberg, piparminta, rósir

  • Ofurfæða t.d. macaduft, ashwagandha, reishi, lion's mane, chaga

  • Sæta t.d. döðlur, hunang eða hlynsíróp (við mælum með að sæta bollann ekki um of, með tímanum venjast braðglaukarnir dökku og ríku kakóbragðinu)

Hitaðu vatn, ekki sjóða svo næringarefnin haldist í kakóinu. Blandaðu saman vökvanum og kakóinu ásamt öðrum innihaldsefnum ef einhver eru. Einfaldast er að blanda saman í bolla með skeið, setja í blandara eða nota freyðara. Njóttu! 

Hér er linkur á þrjár einfaldar uppskriftir að kakó

Hér er linkur á sjö ýmis konar uppskriftir að kakóbolla. 

Skoða úrval í verslun 

íslenska is