Hugmyndir að gjöfum

Okkur hjónunum langaði að deila með ykkur nokkrum hugmyndum að gjöfum þar sem jólin eru að nálgast og margir í leit að gjöfum. Við vonum að þessi skrif komi að góðum notum. Njótið vel kæru! 

100% Hreint & lífrænt kakó - gjöf sem bókstaflega gleður og nærir!

Hjá KakóGull bjóðum við upp á 100% hreint og lífrænt kakó frá hinum ýmsu heimshornum í fallegum pakkningum. Hvert kakó hefur sitt bragð og eiginleika en þar má nefna súkkulaði unaðinn frá Ekvador, massa með mildum og léttristuðum súkkulaðikeim frá Bali, bragðmikinn súkkulaðimassa frá Perú,  einstaka Maya blöndu frá Gvatemala og Villt kakó frá Amazon frumskóginum í Bólivíu. Vá í alvöru, þvílík súkkulaðiveröld, hver getur staðist það?

Það sem er dásamlegt við hreina seremóníu kakóið er að það inniheldur ýmis konar næringarefni sem eru góð fyrir líkama okkar og sál, engin aukaefni og annað sem við þurfum ekki á að halda.

Hreint kakó inniheldur steinefni eins og magnesíum og kalk í miklu magni og er magnesíum hlutfall þess hæst nokkurrar plöntu. Í því er einnig járn, sink, fosfór og kalsín sem og fullt af andoxunarefnum eða meira en í t.d. eplum og bláberjum! 

Í kakóinu okkar er nánast ekkert koffín en því er stundum ruglað saman við annað efni sem finnst í kakói, þeóbrómín. Koffín örvar taugakerfið á meðan þeóbrómín getur örvað hjartað, lækkað blóðþrýstinginn og stuðlað að auknu blóðflæði. 

  Wild cacao Bolivia Amazon pure

Einnig inniheldur kakóið anandamíð sem er þekkt sem “The Bliss chemical” eða sæluefnið og fenýletýlamín sem stuðlar að losun serótóníns, dópamíns og noradrenalíns. Losun þessara efna getur haft þau áhrif að skynjun verður betri og drifkraftur, hvatastjórnun og vellíðan eykst. 

pure organic Cacao Guatemala Maya

Við leggjum áherslu á að allir viðskiptahættir séu sanngjarnir og styðjum við vistvæna ræktun og sjálfbæra starfshætti. Öll framleiðsla frá fræi til lokavöru fer fram í þeim löndum þar sem hver vara er upprunnin. 

 

DIY body butter cacao butter roses cream natural

 

Heimagert Body Butter

Hér fyrir neðan er uppskrift að dúnmjúku ilmandi líkamskremi, engin eiturefni, bara hreinar og góðar vörur fyrir húðina, okkar stærsta líffæri. Það er svo mikilvægt að hugsa um hvað við setjum inn í líkamann sem og á hann.

Kremið inniheldur ilmandi Kakósmjör frá KakóGull en kakósmjör getur haft margskonar jákvæð áhrif t.d. aukið blóðflæði til húðarinnar, hægt á öldrun og mýkt og slétt úr örum og hrukkum.

DIY body butter recipe cacao butter      DIY body butter recipe cacao butterKakó í krukku

Langar þig að gefa einhverjum seremóníu kakó sem hefur ekki áður smakkað? Við mælum sérstaklega með Maya blöndunni okkar frá Gvatemala þar sem hún kemur í duftformi og nú þegar búið að blanda kryddum og sætu saman við. 

Önnur hugmynd er að kaupa kakómassa að eigin vali og nýta einn massa í nokkrar gjafir! Þú einfaldlega saxar kakóið niður og setur í fallega krukku eða ílát að eigin vali. Tilvalið er að skreyta krukkurnar/ílátið eða útbúa kort með fallegum skilaboðum og/eða uppskrift og upplýsingum um hvernig best sé að útbúa kakóið.

DIY pure cacao recipe

 

Kakó uppskrift

Önnur hugmynd er að gefa kakó ásamt öðru sem þarf í uppskrift að ljúffengum kakóbolla. Sem dæmi gæti það verið daðla eða hunang, kanill, cayanne pipar, rósablöð, macaduft og haframjólk. Uppskriftin getur verið ykkar eigin hugmyndasmíð og ef ykkur vantar hugmyndir, endilega heyrið í okkur hjá info.risenthrive@gmail.com við erum uppfull af hugmyndum af dásemdar kakóbollum :-) 


Cacao recipe DIY pure organic

Afsláttarpakkar

Við bjóðum upp á tvo afsláttarpakka með nokkrum tegundum af kakó. Frábær pakki ef þú vilt gefa nokkrum kakó eða prófa fleiri en eina tegund sem við mælum svo sannarlega með. Hver tegund hefur sína eiginleika og einstaka orku. 

bundle discount cacao pure ceremonial organic         bundle discount cacao pure ceremonial organic

 

Gjafabréf hjá KakóGull

Veistu ekki hvað þú átt að velja eða langar þig að leyfa þiggjanda að velja? Við bjóðum upp á gjafabréf í vefversluninni okkar frá 2500kr og upp úr. Gildir fyrir allar vörur. 

Gift card gjafabréf heilsa náttúrulegt kakó seremóníu hreint lífrænt

Gjafahugmyndir

 íslenska is